Nýjast á Local Suðurnes

Samið um rekstur heilsugæslu í Reykjanesbæ

Sjúkra­trygg­ing­ar hafa gengið að til­boði Heilsu­gæsl­unn­ar Höfða í rekst­ur nýrr­ar einka­rek­inn­ar heilsu­gæslu­stöðvar í Reykja­nes­bæ. Var til­boð Höfða eina full­gilda til­boðið sem barst, eft­ir að til­boðsfrest­ur hafði verið fram­lengd­ur, en einnig barst frá­vikstil­boð frá Heilsu­vernd fyr­ir hönd óstofnaðs fé­lags.

Stjórn­andi hjá Sjúkra­trygg­ing­um segist í samtali við mbl.is, sem fjallar um málið í dag, reikn­a með að gengið verði frá samn­ingi um verk­efnið næstu dög­um.

Í útboðsgögn­um kem­ur fram að opna skuli stöðina 4-6 mánuðum eft­ir und­ir­rit­un samn­ings. Það þýðir að bú­ast má við opn­un í fe­brú­ar til apríl, ef samn­ing­ur verður und­ir­ritaður ein­hvern næstu daga. Samið er til fimm ára.