Nýjast á Local Suðurnes

Byggja 130 milljóna króna tímabundið húsnæði fyrir skóla í Dalshverfi – Kennsla hefst í haust

Færanlegar skólastofur við Akurskóla

Skólastarf mun hefjast í nýjum grunnskóla í Dalshverfi í haust, notast verður við færanlegt 600 fermetra húsnæði sem reist verður á lóð skólans.

Starfsfólk Akurskóla mun sjá um kennslu í skólanum til að byrja með. Í húsnæðinu verða þrjár kennslustofur, matsalur og eldhús, kennarastofa og önnur stoðrými og hefur bæjarráð samþykkt að ganga til samninga við byggingafyrirtækið Hýsi um verkefnið, en tilboð fyrirtækisins hljómaði upp á 131.489.115 króna.