Gular viðvaranir frá Veðurstofu
Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir Norðan stormi eða roki, 18 – 28 m/s á sunnanverðu landinu frá miðnætti í kvöld og fram eftir kvöldi á morgun. Gular viðvaranir eru í gildi á þessum tíma um allt land.
Búast má við mjög snörpum vindhviðum, staðbundið yfir 35 m/s. Getur verið varasamt að vera á ferðinni og afmarkaðar samgöngutruflanir líklegar, segir í tilkynningu. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón.