Nýjast á Local Suðurnes

Reykjanesið verði hreinasta svæði landsins

Blái herinn, Samband Sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) og Reykjanes Geopark hafa skrifað undir samning um hreinsun á fjörum og opnum svæðum á Reykjanesskaga.

Blái herinn greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni, en þar segir að stefnt sé að því að gera Reykjanesið að hreinasta svæði landsins, bæði fjörur og opin svæði. “Við erum full tilhlökkunar að taka þessa áskorun og núna verða herlúðrarnir þandir vel árið 2021.” Segir í færslunni.