Nýjast á Local Suðurnes

Reykjanesbær tekur á móti 350 flóttamönnum

Reykjanesbær hefur skrifað undir samning við fé­lags- og vinnu­markaðsráðuneytið og Fjöl­menn­ing­ar­set­ur um sam­ræmda mót­töku flótta­fólks. Sveitarfélagið mun samkvæmt samningnum taka á móti 350 manns.

Frá þessu er greint á vef stjórnarráðsins, en þar kemur fram að í kjöl­far und­ir­rit­un­ar­inn­ar í Reykja­nes­bæ fundaði Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra með bæj­ar­yf­ir­völd­um ásamt Guðmundi Inga og full­trú­um beggja ráðuneyta.

Ráðherr­arn­ir funduðu jafn­framt með bæj­ar­yf­ir­völd­um í Suður­nesja­bæ og kynntu sér mál­efni fylgd­ar­lausra barna á flótta.