Nýjast á Local Suðurnes

Keflvíkingar komnir í sumarfrí

KR lagði Keflavík að velli í þriðja ein­víg­is­leik liðanna í átta liða úr­slit­um um Íslands­meist­ara­titil karla í körfuknatt­leik, lokatölur 64-85, en leikið var í Keflavík.

Keflvíkingar héldu í við öfluga KR-inga allt fram í þriðja leikhluta en þá náðu KR-ingar tíu stiga forskoti sem Keflvíkingar náðu ekki að vinna upp.

Michael Crai­on var langbestur Keflvíkinga í kvöld, skoraði 26 stig og tók ​11 frá­köst. Mindaugas Kac­in­as skoraði 13 stig og Hörður Axel Vil­hjálms­son 8.