Grindvíkingar lögðu Þórsara í Dominos-deildinni

Grindvíkingar unnu sinn fyrsta sigur í fjórum leikjum þegar þeir heimsóttu Þór á Þorlákshöfn í gærkvöld í lokaleik sjöundu umferðar Dominos deildar karla í körfuknattleik. Lokatölur urðu 74-84 og dugar það Grindvíkingum í fimmta sæti deildarinnar.
Leikurinn var kaflaskiptur en Grindvíkingar byrjuðu leikinn af krafti og komust í 4-14 en Þórsarar drógu á þegar líða fór á leikhlutann og voru tveimur stigum yfir í lok leikhlutans, 19-17. Annar leikhluti var jafn og spennandi en Grindvíkingar sigu framúr undir lok hálfleiksins 38-39.
Grindvíkingar héldu frumkvæðinu í þriðja leikhluta og virtust ætla að stinga af, náðu 9 stiga forystu, 51-60. Heimamenn sóttu hart að gestunum í lokaleikhlutanum en Grindvíkingar héldu sjó og uppskáru sanngjarnan 10 stiga sigur, 74-84.
Eric Julian Wise skoraði 30 stig og tók 8 fráköst, Jón Axel Guðmundsson skoraði 18 stig, tók 4 fráköst og átti 8 stoðsendingar.