Nýjast á Local Suðurnes

Hugur í Njarðvíkingum fyrir 17. bikarúrslitaleikinn

Njarðvík leikur til VÍS-bikarúrslita í dag gegn Stjörnunni en liðin mætast kl. 19:45 í Smáranum í Kópavogi.

Njarðvíkingar hafa verið duglegir í að komast í bikarúrslitin, en 16 sinnum hefur liðið leikið til úrslita. Vinningshlutfallið í úrslitaleikjunum er 50% eða 8-8.

það er hugur í Njarðvíkingum fyrir leikinn í kvöld, en stuðningsmönnum stendur til boða að kíkja í kaldann og spjall í Ljónagryfjunni fyrir leik á milli klukkan 17 og 18.