Nýjast á Local Suðurnes

Loka gönguleið vegna hraunrennslis

Gönguleið A, að gosstöðvunum við Fagradalsfjall hefur verið lokað. Hraun hefur nú tekið að flæða yfir varnargarða skammt frá gönguleið A og mun ekki líða á löngu þar til hraun tekur að flæða yfir gönguleiðina og niður í Nátthagakrika, segir í tilkynningu frá Almannavörnum.

Lögregla og björgunarsveitir vinna nú að því að rýma gönguleiðina. Fólki er bent á að koma sér á gönguleið B eða C. Mælt er sérstaklega með gönguleið C í þeim efnum.
Farið varlega í kringum hraunið – það er óútreiknanlegt og hraði þess getur aukist snögglega, segir í tilkynningunni.