Stakkavík kaupir Örn GK ásamt kvóta

Útgerðarfélagið Stakkavík í Grindavík hefur keypt dragnótabátinn Örn KE af útgerðarfélaginu Sólbakka, einnig í Grindavík. Báturinn er seldur ásamt öllum kvóta. Samkvæmt úthlutun þessa árs þá er ansi stór kvóti á bátnum, eða um 1050 tonn í þorskígildum, er þetta sala uppá um 2 og hálfan milljað króna. Þetta kemur fram á vef aflafrétta.
Á dögunum seldi Stakkavík frá sér Óla á Stað GK, var það gert svo fyrirtækið kæmist undir kvótaþakið svokallaða í krókamarkinu. Í frétt Aflafrétta kemur fram að Örn GK verði afhentur Stakkavík 1. september næstkomandi.