Nýjast á Local Suðurnes

Dómaramistök á lokasekúndum seinni framlengingar – Sjáðu atvikið!

Leikur Njarðvíkur og KR í undanúrslitum Dominos-deildarinnar í körfuknattleik, sem fram fór í kvöld, var furðulegur á margan hátt, leikmenn beggja liða gerðu sig seka um fjölmörg mistök. Nú virðist einnig sem dómarar leiksins, sem sennilega voru bestu menn vallarins í kvöld, hafi gert afdrifarík mistök á loka sekúndum leiksins.

Munurinn var tvö stig KR í vil þegar Haukur Helgi Pálsson lagði upp í lokasókn Njarðvíkinga þegar um 10 sekúndur lifðu leiks og ætlaði að freista þess að skora fyrir Njarðvík á lokasekúndunum og tryggja þannig aðra framlengingu eða sigur. Helgi Már Magnússon vann hinsvegar boltann, sem virtist hafa farið í fót Hauks Helga og tryggði KR-ingum þar með sigurinn og forystu í einvíginu.

Strákarnir í körfuboltakvöldi Stöðvar 2 Sport fóru yfir atvikið í leikslok og þar má glöggt sjá að boltinn fór í fót Helga Más, sem var með fótinn á lofti og því hefði átt að dæma Njarðvíkingum boltann.

Atvikið og umræðu strákanna í Körfuboltakvöldi um það má sjá á vef Vísis með því að smella hér.