Nýjast á Local Suðurnes

Fyrsti leikur Keflavíkur í Inaksso-deildinni verður í beinni á Stöð 2 Sport

Knattspyrnusamband Íslands, Inkasso og 365 miðlar hf. undirrituðu í dag samning um markaðsréttindi Inkasso vegna næst efstu deildar karla og rétt 365 til beinna útsendinga frá leikjum deildarinnar fyrir árin 2016-2018, eða næstu þrjú keppnistímabil.

Samningurinn felur í sér að 365 miðlar munu hafa einkarétt til sjónvarpsútsendinga frá öllum leikjum deildarinnar og með samningnum er stefnt að verulega aukinni umfjöllun um deildina og leiki hennar, sér í lagi með beinum útsendingum í sjónvarpi eða yfir internetið.

Fyrsti leikurinn sem sýndur verður í beinni úsendingu á Stöð 2 Sport, eftir undirritun samningsins verður fyrsti leikur Keflvíkinga í deildinni, útileikur gegn HK sem fram fer í Kórnum þann 6. maí næstkomandi.