Nýjast á Local Suðurnes

Keflavík og KR leika til úrslita í Lengjubikarnum í kvöld

Það eru ekki bara Njarðvíkingar sem þurfa að eiga við KR-inga í kvöld því Keflavíkingar mæta þeim svart/hvítu í undanúrslitum Lengjubikarsins klukkan 19 í kvöld.  Leikið verður í Egilshöll. Leikurinn KR og Keflavíkur verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.

Liðið sem sigrar í leiknum mætir Val eða Víking R. í úrslitaleik Lengjubikarsins. Úrslitaleikurinn fer fram á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 21. apríl, og verður í Egilshöllinni kl. 19:15.