Víkingalóttóvinningur í Garðinn

Einn Íslendingur hafði heppnina með sér þegar dregið var út í Víkingalottói í kvöld, en sá með fimm réttar tölur af sex. Fær hann í sinn hlut 1.979.010 krónur.
Í tilkynningu frá Íslenskri getspá kemur fram að miðinn hafi verið seldur í Doddagrilli í Garði.
Tveir voru með fjórar réttar tölur í röð í jókernum og fær hvor um sig kr. 100.000.