Nýjast á Local Suðurnes

Víkingalóttóvinningur í Garðinn

Einn Íslend­ing­ur hafði heppn­ina með sér þegar dregið var út í Vík­ingalottói í kvöld, en sá með fimm rétt­ar töl­ur af sex. Fær hann í sinn hlut 1.979.010 krón­ur.

Í til­kynn­ingu frá Íslenskri get­spá kemur fram að miðinn hafi verið seld­ur í Dodda­grilli í Garði.

Tveir voru með fjór­ar rétt­ar töl­ur í röð í jókern­um og fær hvor um sig kr. 100.000.