Nóg að gera hjá björgunarsveitum

Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir, í samtali við vef Morgunblaðsins, að verkefnum hafi rignt inn eftir hádegi í dag.
Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir verkefnin eins og oft áður í svipuðu veðravíti; fokverkefni og vandræði vegna vatnselgs.
Þakplötur og ýmsir lausamunir hafa fokið meðal annars á Suðurnesjum.