Björgunarsveitir kallaðar út þegar skemmtibát rak að landi

Skemmtibát rak að landi við Voga á Vatnsleysuströnd í gærkvöldi. Björgunarsveitir frá Vogum og Reykjanesbæ voru kallaðar út.
Samkvæmt frétt á vef mbl.is komst áhöfnin í land af eigin rammleik og slysalaust.
Björgunarsveitarfólk dró bátinn því næst til hafnar í Vogum og fylgdu aðrir björgunarbátar honum til öryggis. Gengu aðgerðir vel þrátt fyrir að vont hefði verið í sjóinn.