Nýjast á Local Suðurnes

Rekstur Fjölsmiðjunnar gekk vel á síðasta ári – Kompan stærsti verkþátturinn

Nytjamarkaðurinn Kompan gengur vel

Alls voru 51 nemi í Fjölsmiðjunni á árinu 2016, 13 stúlkur og 39 strákar. Fimmtán nemar útskrifuðust í vinnu á árinu. Þetta kom fram í kynningu Heru Einarsdóttur, sviðsstjóra Velferðarsviðs Reykjanesbæjar fyrir Velferðarráði á dögunum.

Þá kom einnig fram á kynningunn að fjórir nemar stunduðu nám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja á vorönn samhliða Fjölsmiðjunni og 3 nemar á haustönn og einn lauk námi í Menntastoðum hjá Miðstöð símenntunar.

Markmið Fjölsmiðjunnar er að hjálpa ungu fólki á aldrinum 16 – 24 ára að finna sitt áhugasvið, öðlast starfsreynslu og þar með auka möguleika þess í atvinnulífinu eða í námi. Fjölsmiðjan gerir það með því að gefa kost á hagnýtri vinnu, framleiðslu og fræðilegri þjálfun, auk þess að efla félagshæfni og vinnufærni ungs fólks. Starfsemi Fjölsmiðjunnar samanstendur af nokkrum verkþáttum og er rekstur nytjamarkaðarins Kompunnar stærsti verkþátturinn.

Þá kom fram á fundinum að reksturinn árið 2016 hafi gengið vel og skilað hagnaði.