Nýjast á Local Suðurnes

Bjóða út byggingu nýrrar slökkvistöðvar

Ríkiskaup fyrir hönd Brunavarna Suðurnesja (BS) hafa óskað eftir tilboðum í verkframkvæmd á nýrri slökkvistöð við Flugvelli 29, Reykjanesbæ.

Flugvellir eru nýtt hverfi sem er í byggingu í Reykjanesbæ og telst staðsetningin góð fyrir starfsemi BS, enda miðsvæðis þegar horft er til þess svæðis sem BS þjónar, en það nær frá Reykjanesbæ, í Sandgerði, Garð og Voga.

Tilboð í byggingu hinnar nýju slökkvistöðvar verða opnuð þann 24. apríl næstkomandi.