Nýjast á Local Suðurnes

Jónas Guðni og Axel Kári hafa skrifað undir hjá Keflavík

Jónas Guðni Sævarsson hefur ákveðið að skrifa undir tveggja ára samning við uppeldisfélag sitt, Keflavík og mun því leika með liðinu í 1. deildinni næsta sumar. Keflavík féll úr Pepsi-deildinni á liðnu tímabili.

Jónas Guðni var eftir eftirsóttur af mörgum liðum eftir að hann sagði skilið við KR á dögunum, en á endanum ákvað hann að semja við uppeldisfélagið. Það voru Víkurfréttir sem greindu frá þessu í morgun.

Þá hefur Axel Kári Vignisson einnig gengið til liðs við Keflavík en hann hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið.  Axel er 25 ára gamall varnarmaður sem lék síðast með HK en hann hefur einnig leikið meðð ÍR og Víkingi.  Hann á að baki 158 leiki fyrir þessi félög í deild og bikar og hefur skorað í þeim 11 mörk.