Nýjast á Local Suðurnes

Reikna með að kosið verði um sameiningu í haust

Íbúafundir um sameiningu Sveitarfélagsins Garðs og Sandgerisbæjar fóru fram í í Gerðaskóla í Garði og í grunnskólanum í Sandgerði dagana 29. og 31. máí, þar voru kynntar helstu niðurstöður í úttekt á kostum og göllum sameiningar sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðisbæjar.

Mæting á fundina var ágæt og fram komu ýmsar spurningar um málið og urðu ágætar umræður, segir í Molum bæjarstjórans í Garði.

“Bæjarstjórn mun í næstu viku taka ákvörðun um framhald málsins, en ef af verður má reikna með að íbúar munu taka afstöðu til málsins með kosningu næsta haust,” segir einnig í Molum bæjarstjóra.