Ókeypis taekwondo þrekæfingar í Hreyfiviku

Kristmundur Gíslason, einn helsti afreksmaður taekwondo á Íslandi og þjálfari hjá Keflavík mun bjóða upp á ókeypis Taekwondo Þrekæfingar í Hreyfiviku UMFÍ.
Æfingarnar henta öllu gestum. TKD þrekæfingarnar hafa verið mjög vinsælar hjá foreldrum og fólki sem vil komast í betra form, bæta liðleika, jafnvægi, auka styrk og læra taekwondo tækni án þess þó að berjast, segir í tilkynningu.
Æfingarnar verða mánudaginn 29. maí og miðvikudaginn 31. maí klukkan 19 í Bardagahöll Reykjanesbæjar á Iðavöllum 12.