Rándýrum snyrtivörum stolið í Fríhöfninni

Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar nú tvö þjófnaðarmál sem upp komu í komuverslun fríhafnarinnar fyrr í mánuðinum.
Tveir einstaklingar sem versluðu þar eru grunaðir um að hafa tekið dýrar snyrtivörur og áfengi og stungið því undan án þess að greiða fyrir. Söluverðmæti snyrtivaranna nemur tugum þúsunda króna.