Nýjast á Local Suðurnes

Gerði upp eldsneytisreikning í fylgd lögreglu

Erlendur ferðamaður á bílaleigubifreið varð uppvís að því í fyrradag að taka eldsneyti í Njarðvík og stinga síðan af án þess að greiða fyrir það.

Lögreglunni á Suðurnesjum var tilkynnt um málið og hafði hún skömmu síðar upp á viðkomandi, konu á þrítugsaldri. Konan sú gat ekki sýnt fram á að hún hefði greitt fyrir bensínið og óku lögreglumenn henni til Njarðvíkur þar sem hún gerði upp sín mál og var frjáls ferða sinna að því loknu.