Nýjast á Local Suðurnes

“Það er ömurlegt að líða illa” – Magnús Þór Gunnarsson ræðir veikindi sín

Pistlar knattspyrnumannsins Sigurbergs Elíassonar og körfuknattleiksmannsins Helga Jónasar Guðfinnssonar hvöttu Magnús Þór Gunnarsson körfuknattleiksmann til að stíga fram og tjá sig um þunglyndi sem hefur hrjáð hann eftir atvik sem kom upp fyrir leik gegn Stjörnunni í úrslitakeppni Dominos-deildarinnar 2012.

Magnús Þór ræðir atvikið og hvernig hann hefur tæklað þunglyndið allar götur síðan í stuttmynd sem Garðar Örn Arnarson gerði sérstaklega fyrir Vísi.is.

„Vonandi tekur fólk sem glímir við þunglyndi og kvíða á því sem fyrst. Það má alls ekki fela þetta því þá verða hlutirnir bara verri og verri. Það er ömurlegt að líða illa. Ef manni líður illa í þessu lífi er maður búinn að eyðileggja heilt líf og það er skelfilegt,“ segir Magnús Þór Gunnarsson á Vísi, stuttmyndina og viðtalið við Magnús má finna með því að smella hér.

Mynd: Keflavik.is