Nýjast á Local Suðurnes

Tafir á nær öllu flugi á Keflavíkurflugvelli – Erfitt að tryggja bremsuskilyrði fyrir vélar í lendingu

Tafir hafa orðið á nær öllu flugi frá landinu í dag, vegna mikillar snjókomu á Keflavíkurflugvelli í nótt og morgun, en starfsmönnum snjódeildar Isavia gekk illa að tryggja bremsuskilyrði fyrir vélar í lendingu, að sögn upplýsingafulltrúa fyrirtækisins. Á sama tíma gekk erfiðlega að af ísa vélar sem voru að leggja af stað.

Unnið er að því að vinda ofan af þeim töfum sem urðu á flugi í morgun. Farþegar mega því búast við einhverri röskun á flugáætlun fram eftir degi og eru farþegar beðnir um að fylgjast vel með nýjustu upplýsingum, en það má meðal annars gera á vef Keflavíkurflugvallar.