Nýjast á Local Suðurnes

Halla Tómasdóttir: “Ásbrú er frábært dæmi um hvernig við getum nýtt tækifærin”

Einn af frambjóðendunum tólf, sem eftir eru í framboði til embættis forseta Íslands, Halla Tómasdóttir, var á ferð um Suðurnesin í gær, hún leit meðal annars við hjá frumkvöðlum á Ásbrú og heimsótti Keili, hvar hún ræddi málin og svaraði spurningum áhugasamra. Halla er að sögn ánægð með starfsemina á gamla varnarsvæðinu og telur Ásbrú vera gott æmi um hvernig nýta skuli tækifæri á umbreytingartímun.

Sköpunin og frumkvöðlastarfsemin sem á sér stað á Ásbrú er frábært dæmi um hvernig við getum nýtt tækifæri á umbreytingartímum. Við íslendingur stöndum einmitt frammi fyrir slíku tækifæri núna og ég er viss um að við munum nýta það til að horfa til framtíðar og skapa okkur þá framtíð sem við viljum og eigum skilið. Sagði Halla

Halla hélt svo á hádegisverðarfund með iðnaðarmönnum í Grófinni, þar sem fram fóru líflegar umræður yfir dýrindis humarsúpu, og þar lágu menn ekki á skoðunum sínum. Hún endaði svo daginn á opnum fundi með íbúum svæðisins.

Meðfylgjandi myndir eru fengnar af Facebook-síðu frambjóðandans.

hallat1

hallat2

hallat3

hallat4

hallat5