Nýjast á Local Suðurnes

Sambíóin opna á ný í Keflavík

Sambíóin munu opna kvikmyndahús sitt í Reykjanesbæ þann 5. júní næstkomandi, en kvikmyndahúsinu var  lokað á meðan á samkomubanni stóð.

Sýningar verða föstudaga, laugardaga, sunnudaga og þriðjudaga, segir í tilkynningu.

Myndirnar sem verða í sýningu til að byrja með eru Lucky Day, Just Mercy, Síðasta Veiðiferðin, Onward, Sonic the Hedgehog, Yogi Bear og The Goonies.

Þá eru viðskiptavinir minntir á að hægt er að sjá væntanlegar myndir inná www.sambio.is, þar sem frumsýningardagar hafa breyst.