Nýjast á Local Suðurnes

Ólöf Oddný tekur þátt í Ungfrú Ísland – Þú getur kosið hér!

Ólöf Oddný Beck tekur þátt í keppninni um titilinn ungfrú Ísland 2017. Ólöf Oddný er 22 ára Suðurnesjamær, sem starfar um þessar mundir á Hrafnistu.

Ólöf er stúdent frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stundar  í fjarnám með vinnu, en hún stefnir að því að klára sjúkraliðanám á næstunni.

Á vef Ungfrú Ísland er greint frá skemmtilegum staðreyndum um keppendur og þar kemur framð að Ólöf Oddný hafi séð heiminn í fyrsta skipti þegar hún fékk sín fyrstu gleraugu fjögurra mánaða gömul.

Keppnin fer fram í Hörpu þann 26. ágúst næstkomandi. Þar verða einnig afhent verðlun í Miss Peoples Choice Iceland 2017, en þar er um að ræða netkosningu sem stendur yfir fram að keppni – Hér er hægt að kjósa Ólöfu.