Nýjast á Local Suðurnes

Víðismenn söfnuðu fyrir fjölskyldu Jóhannesar Hilmars – Frábær mæting á völlinn

Frá leik Víðis fyrr í sumar

Mjög góð mæting var á leik Víðis og Reynis sem fram fór í Sandgerði í gærkvöldi, en allur ágóði af miðasölu rann til fjölskyldu Jóhannesar Hilmars Jóhannessonar, sem lést í umferðarslysi á Reykjanesbraut þann 7. júlí síðastliðinn. Alls söfnuðu Víðismenn 669.000 krónum með miðasölu og framlögum frá fyrirtækjum og einstaklingum.

Frábært framtak hjá Víðismönnum, sem benda á á Facebook-síðu sinni að enn sé hægt að leggja til frjáls framlög og bæta við upphæðina en þa ma leggja inná 0157-26-255 a kt 5102862279.