Nýjast á Local Suðurnes

Gillinn rekur vandræðin með tveggja metra regluna í stórskemmtilegu lagi – Myndband!

Það eru ýmiskonar vandræði sem fylgja samkomubanni eins og Gísli Gíslason, eða Gillinn, eins og hann kýs að kalla sig á efnisveitunni Youtube kemur inn á í þessu bráðskemmtilega myndbandi hér fyrir neðan.

Í myndbandinu, sem er algjört skylduáhorf, rekur Gillinn vandræði sín við barferðir, heimsóknir til mömmu og pabba og verslunarferðir.