Nýjast á Local Suðurnes

Stemmari í Njarðvík – Fullar rútur og hittingur á leiðinni norður

Stuðningsmenn Njarðvíkur í körfunni munu fjölmenna á leik sinna manna gegn Tindastóli á Sauðárkróki í kvöld, en fullt er í rútuferð sem félagið býður upp á. Staðan í einvíginu er 1-2 norðanmönnum í vil og því að duga eða drepast fyrir Njarðvíkinga.

Þá mundu stuðningsmenn liðsins hittast á leiðinni norður á veitingastaðnum B&S á Blönduósi.
Þar verður flott tilboð á Hamborgurum og drykkjum, en stefnan er sett á að hittast þar milli klukkan 16:00-17:00, segir í tilkynningu á stuðningsmannasíðu Njarðvíkinga á Facebook.