Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvíkingar fá liðstyrk í fótboltanum

Nýr leikmaður, Patrik Atlason, bættist við leikmannahópinn hjá Njarðvíkingum á dögunum. Patrik hefur áður komið við sögu hjá Njarðvík en hann lék 3 leiki og gerði tvö mörk fyrir liðið í Lengjubikarnum árið 2014. Hann varð síðan fyrir því óláni að meiðasta illa í æfingaleik með Njarðvíkingum og var frá í langan tíma.

Þá hefur Bergþór Ingi Smárason yfirgefið Njarðvíkinga og gengið til liðs við Reyni í Sandgerði.