Nýjast á Local Suðurnes

Keppendur Akurskóla undirbúa sig fyrir Skólahreysti – Myndband!

Undankeppnirnar fyrir Skólahreysti 2016 verða allar haldnar í mars eins og verið hefur undanfarin ár og úrslitakeppnin verður síðan haldin þann 20. apríl. Keppnishald verður með sama fyrirkomulagi og verið hefur.

Skólarnir á Suðurnesjum hafa verið að undirbúa sig af kappi fyrir keppnina sem hefst í Reykjanesbæ þann 3. mars næstkomandi, þar sem keppendur frá Reykjanesbæ og Hafnarfirði keppa um sæti í úrslitakeppninni.

Skólar af Suðurnesjum hafa náð góðum árangri í keppninni undanfarin ár, Heiðaskóli sigraði keppnina árið 2014 og Holtaskóli árið 2015 – Nú ætla nemendur Akurskóla sér stóra hluti í keppninni og hafa sent frá sér myndband þar sem keppendur eru kynntir til leiks.