Nýjast á Local Suðurnes

Jafntefli hjá Njarðvík í markaleik

Njarðvík og KV skildu jöfn 3 – 3 eftir hörkuleik í hvassviðri á Njarðtaks-vellinum í dag. Gestirnir fengu óska byrjun þegar þeir skorðuðu á 4. mín. Þegar leið á náðu Njarðvíkingar að komast betur inní leikinn og fóru að sækja af meiri krafti, það endaði með því að Theodór Guðni náði að jafna leikinn rétt fyrir leikhlé.

Njarðvik náði forystunni á 65. mín með marki frá Róbert Erni Ólafssyni en KV jafnaði á 68 mín. KV komst yfir á 80 mín eftir að Njarðvíkingar höfðu fært sig framar á völlinn. Þegar allt stefndi í tap náði Aron Freyr Róbertsson að jafna eftir að Njarðvíkingar höfðu gert harða hríð að marki KV.

Stigið úr þessum leik setur Njarðvíkinga í 10. sæti deldarinnar og er liðið enn í mikilli fallhættu. Næsti leikur liðsins er gegn Sindra á Njarðtaks-vellinum þann 12. september.