Nýjast á Local Suðurnes

Ljósanótt: Bjartmar, Elíza og Gísli með tónleika í Höfnum á morgun

Bjartmar Guðlaugsson, Elíza Newman og Gísli Kristjánsson munu halda tónleika í Kirkjuvogskirkju í Höfnum sunnudaginn 6.sept (Ljósanótt) kl.16.00.
Eru tónleikarnir partur af Hátíð í Höfnum dagskránni á Ljósanótt.

Aðgangur er ókeypis en frjáls framlög til styrktar viðhaldi Kirkjuvogskirkju eru afar vel þegin, segir á heimasíðu Ljósanætur.

Bjartmar Guðlaugsson er einn af ástsælustu laga- og texta höfundum Íslands og mikill vinur Reykjanesbæjar. Hann mun flytja nokkur vel valin lög í kirkjunni af ferlinum og er úr nógu að taka þar!

Elízu þekkja flestir úr Kolrössu Krókríðandi og seinna sem sóló listamann og hefur hún farið víða á ferlinum allt frá pönki til Eurovision með stuttu stoppi á Eyjafjallajökli! Nú er hún orðin alvöru Hafnakona og mun flytja nokkur lög af ferli sínum og frumflytja nýtt efni af komandi breiðskífu ,Straumhvörf.

Gísli Kristjánsson hefur getið sér gott orð sem lagahöfundur og upptökustjóri siðastliðin ár þar sem hann hefur unnið með m.a Jamie Cullum, Duffy og mörgum fleiri listamönnum. Mun hann flytja frumsamið efni af annarri sóló breiðskífu sinni sem er í vinnslu núna.