Mikill meirihluti andvígur hugmyndum um vegatolla – Taktu þátt í könnun FÍB!
Mikill meirihluti, eða 91% þeirra sem tóku þátt í könnun Suðunes.net um vegatollahugmyndir samgönguráðherra, eru andvígir hugmyndinni. Svipaðar tölur má sjá í öðum könnunum sem gerðar hafa verið um hugmyndina umdeildu.
FÍB, Félag íslenskra bifreiðaeigenda, hefur eðli málsins samkvæmt látið sig það varða og nú hafa menn þar á bæ sett af stað könnun. Í pistli sem fylgir könnuninni segir meðal annars að aðeins um 35% af skatttekjum ríkissjóðs af bílum fari í viðhald og til reksturs vegakerfisins.
“Ljóst er að í ár á að verja aðeins um 35% af skatttekjum ríkissjóðs af bílum og umferð til reksturs, framkvæmda, þjónustu og viðhalds vegakerfisins. Fram að hruni fyrir 8 árum var oft varið um 2% af landsframleiðslu til vegamála sú tala er í dag um 1%.”