Nýjast á Local Suðurnes

Einn vinsælasti dagskrárliður RÚV frá upphafi í beinni frá Hljómahöll

Úrslitakvöld Gettu betur spurningakeppninnar verður haldið í Stapa í Hljómahöll í kvöld, föstudagskvöld og verður send þaðan út í beinni útsendingu á RÚV. Að þessu sinni eru það lið FSu og Menntaskólans í Reykjavík sem mætast. 

Gettu betur spurningakeppnin er einn vinsælasti dagskrárliður RÚV frá upphafi en keppnin á sér langa sögu og var fyrst haldin árið 1986.