Nýjast á Local Suðurnes

Bátasafn Gríms áhugaverðast í Duus Safnahúsum – Starfsfólkið frábært

Erlendum gestum sem heimsækja Duus Safnahús þykir Bátasafn Gríms áhugaverðast, en listsýningar boðið er upp á vekja mestan áhuga þeirra Íslendinga sem heimsækja söfnin. Þá er þjónustan sem veitt er í Duus Safnahúsum til mikillar fyrirmyndar. Þetta kemur fram í könnun sem lögð var fyrir Menningarráð Reykjanesbæjar í vikunni.

Könnunin er unnin af fyrirtækinu Rannsóknir og ráðgjöf fyrir Duus Safnahús þriðja árið í röð. Markmiðið með könnun þessari er að gera sér betur gein fyrir samsetningu gestanna og afstöðu þeirra til sýningarhúsanna með það fyrir augum að þróa starfsemina í rétta átt.

Starfsfólkið fékk einkunnina 9,7 fyrir þjónustuna og Bátasafn Gríms þótti áhugaverðast í augum erlendu gestanna og síðan komu byggðasafnssýningarnar og listsýningarnar en Íslendingar nefndu helst listsýningarnar sem ástæðu komu sinnar. Flestir erlendu gestirnir voru vel menntað fólk á miðjum aldri og flestir frá Bandaríkjunum.