Nýjast á Local Suðurnes

Rútufyrirtæki stefnir Isavia

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Rútu­fyr­ir­tækið Gray Line hef­ur höfðað tvö dóms­mál á hend­ur Isa­via. Ann­ars veg­ar vegna samn­ings sem Gray Line tel­ur Isa­via hafa brotið og hins veg­ar til viður­kenn­ing­ar á skaðabóta­skyldu vegna ákvörðunar Isa­via um að hafna til­boði Gray Line í útboði um aðgang að hóp­bif­reiðastöðu við flug­stöðina í Kefla­vík.

Stjórn­ar­formaður Gray Line seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að Isa­via hafi samþykkt til­boð Hóp­bíla þrátt fyr­ir að Hóp­bíl­ar hafi ekki upp­fyllt kröf­ur sem gerðar voru í útboðinu. Þá hafi Isa­via tekið aug­lýs­ingu úr um­ferð sem Gray Line og Isa­via höfðu gert skrif­leg­an samn­ing um.

Isa­via hafn­ar öll­um ásök­un­um Gray Line að sögn upp­lýs­inga­full­trúa Isa­via og bíður dóms í mál­un­um,