Nýjast á Local Suðurnes

Um 100 þurftu frá að hverfa við úthlutun Fjölskylduhjálpar

Ljósmynd: Reykjanesbær.is / OZZO

Um 100 manns þurftu frá að hverfa tómhentir við úthlutun Fjölskylduhjálpar í Reykjanesbæ síðasta föstu­dag, þar sem birgðir kláruðust.

Þetta kemur fram í umfjöllun Morgunblaðsins um málefni flóttafólks í Reykjanesbæ, en þar kemur fram að á þeim degi hafi verið úthlutað matvörum til um 400 fjölskyldna.

Þá kemur fram í umfjölluninni að Fjöl­skyldu­hjálp kaupi mikið af matn­um sjálf en einnig séu birgjar í höfuðborg­inni sem gefi þeim mat­væli. Erfitt sé þó að geyma marg­ar mat­vör­ur í lang­an tíma þar sem þau eru með tak­markað geymslupláss, einkum í kæliskáp­um. Þá er kallað eftir aðstoð frá Reykjanesbæ, en fram kom í máli forstöðukonu samtakanna að ef bæj­ar­fé­lagið sjái ekki fram á að getað aðstoðað sam­tök­in gæti það haft al­var­leg­ar af­leiðing­ar í för með sér.