Nýjast á Local Suðurnes

Búið að opna Reykjanesbraut og Grindavíkurveg

Búið er að opna Reykjanesbraut fyrir umferð, en veginum var lokað um klukkan 21 í kvöld vegna veðurs.

Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að skafrenningur sé á brautinni auk þess  hálku.

Þá hefur verið opnað fyrir umferð um Grindavíkurveg og eru aðstæður þar þær sömu og á Reykjanesbraut, skafrenningur og hálka.