Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvíkingar eiga mikilvægan leik gegn Sindra á sunnudag

Njarðvíkingar ætla sér sigur gegn Sindra

Njarðvíkingar eiga langt ferðalag fyrir höndum þegar þeir leika gegn Sindra á Höfn á Hornafirði á morgun sunnudag. Fyrir þá sem hafa hug á að taka sunnudagsbíltúrinn til Hornafjarðar þá hefst leikurinn klukkan 16.

Leikurinn er mikilvægur fyrir bæði lið sem eru sem stendur í 7. og 8. sæti deildarinnar með 10 stig en Sindramenn hafa örlítið betri markatölu.

Liðin hafa mæst reglulega síðustu ár í deild og bikar og hafa leikir liðana jafnan verið hin mesta skemmtun, Njarðvíkingar unnu síðasta leik liðana í Lengjubikarnum 2-0, en töpuðu tveimur í röð þar á undan, 2-1 og 4-2.