Nýjast á Local Suðurnes

OMAM gefur Dalai Lama flotta afmælisgjöf

Hljómsveitin Of Monsters and Men á lag á plötu sem gefin er út í tilefni áttræðisafmælis Dalai Lama. Lagið King and Lionheart verður á plötunni en á henni er einnig að finna lög eftir nokkra af þekktustu tónlistarmönnum sögunnar, eins og Peter Gabriel, Sting og Kate Bush.

Auglýsing: Skráðu þig á póstlistann okkar og fáðu flott tilboð beint í innhólfið!

„Það er okkur mikill heiður að eiga lag á plötu til heiðurs áttræðisafmæli Dalai Lama. Við stukkum á tækifærið til að geta stutt starfsemi The Art Of Peace Foundation. Það er ekki slæmt að fá að gefa Dalai Lama King and Lionheart í afmælisgjöf!“ segir Ragnar Þórhallsson, annar söngvara hljómsveitarinnar í samtali við vísi.is.