Eldgos talið líklegt á næstu klukkustundum
Líklegt er að kvikuhlaup sé hafið og eldgos er talið líklegt á næstu klukkustund eða klukkustundum.
Frá þessu greinir Veðurstofan í tilkynningu. Þá hafa íbúar í Grindavík og fólk sem statt er við Bláa lónið fengið SMS – skilaboð frá Almannavörnum um að rýming sé hafin.