Nýjast á Local Suðurnes

Keflavík lagði Íslandsmeistara FH – Komnir í undanúrslit Lengjubikars

Fyrstudeildarlið Keflavíkur er komið í undanúrslit Lengjubikarsins eftir sigur á Íslandsmeisturum FH í Reykjaneshöllinni í kvöld. Markalaust var eftir venjulegan leiktíma og var því farið beint í vítaspyrnukeppni.

Þar reyndust heimamenn sterkari þar sem þeir nýttu allar fjórar spyrnur sínar en þeir Þórarinn Ingi Valdimarsson og Jonathan Hendrickx klúðruðu sínum spyrnum.

Keflavík því komið í undanúrslit ásamt KR og Víkingi R. en Breiðablik og Valur mætast í síðasta leik 8-liða úrslitanna í næstu viku.

Hægt er að sjá lista yfir markaskorara á fotbolti.net