Nýjast á Local Suðurnes

Páll B. Baldvinsson heldur fyrirlestur um bókina Stríðsárin 1938-1945

Páll Baldvin Baldvinsson, bókmenntafræðingur og menningarrýnir gaf út bókina Stríðsárin 1938-1945 árið 2015. Í bókinni er Ísland fært inn á landakort heimsstyrjaldarinnar síðari og sýnt hvernig það varð órofa hluti af hildarleiknum sem fram fór um víða veröld – og ekki síst á hafinu kringum landið.

Páll heldur fyrirlestur um bókina í Bíósal Duus Safnahúsa þann 14. apríl næstkomandi klukkan 17.30, Verkið er afrakstur gríðarlega umfangsmikillar vinnu hans við söfnun ljósmynda, endurminninga og annarra heimilda um stríðsárin og er því um einstakan fyrirlestur að ræða. Allir eru velkomnir og er ókeypis aðgangur.