Nýjast á Local Suðurnes

Icelandair og WOW banna Note 7 – Þeim sem ekki virða bannið verður vísað frá borði

Íslensku flugfélögin hafa bæst í hóp flugfélaga sem banna Note 7 um borð í vélum sínum

Mörg algeng efni og hlutir til daglegra nota geta flokkast sem hættulegur varningur í flugi og nú hafa Icelandair og WOW-air bæst í hóp þeirra flugfélaga sem flokka nýjustu afurð Samsung, Galaxy Note 7, sem hættulegan varning.

Í tilkynningum frá flugfélögunum kemur fram að tækið flokkist nú sem hættulegur varningur og að símtækin séu stranglega bönnuð í öllum flugvélum flugfélaganna sem fljúga til Bandaríkjanna og Kanada. Þá kemur fram á heimasíðu WOW-air að þeir sem reyni vísvitandi að fara í kringum reglurnar verði vísað frá borði.