Nýjast á Local Suðurnes

Daníel Leó valinn í U21 landsliðið

Grindvíkingurinn, og leikmaður Álasunds í norsku úrvalsdeildinni, Daníel Leó Grétarsson, hefur verið valinn í 20 manna hóp fyrir leiki við Úkraínu og Skotland í undankeppni EM2017. Íslenska liðið hefur farið vel af stað í sínum riðli og er í efsta sæti með 7 stig eftir 3 leiki. Leikirnir fara fram 8. og 13. október.

daneil leo

Daníel á að baki 4 leiki með U21 liðinu og 10 leiki með U19 landsliði Íslands.