Keflavíkurstúlkur í stuði – 56 marktilraunir skiluðu 7 mörkum

Kvennalið Keflavíkur lék sinn annan leik í Faxaflóamótinu gegn Hvíta Riddaranum í Reykjaneshöll á föstudaginn. Yfirburðirnir voru miklir hjá heimastúlkum sem gerðu 5 mörk í fyrri hálfleik en voru heldur rólegri í seinni hálfleik þar sem þær settu 2 mörk, lokatölur 7 – 0.
Tölfræðin úr leiknum verður að teljast nokkuð ótrúleg og sá Keflavíkurliðið til þess að markvörður Hvíta Riddarans hafði í nógu að snúast, en liðið átti 56 marktilraunir í leiknum, þar af hittu 35 skot á markið.
Mörk Keflavíkur gerðu þær Birgitta Hallgrímsdóttir 4, Brynja Pálmadóttir, Sólveig Lind Magnúsdóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir.