Nýjast á Local Suðurnes

Alvarlegt umferðarslys á Njarðarbraut

Alvarlegt umferðarslys varð á Njarðarbraut í Reykjanesbæ um hádegisbil í dag. Ekið var á gangandi vegfarendur á gangbraut við Reykjavíkurtorg.

Mikill viðbúnaður var á vettvangi og eftir því sem sudurnes.net kemst næst voru tveir einstaklingar fluttir á bráðamóttöku Landspítala í Reykjavík. Nánari upplýsingar um tildrög slyssins og líðan hinna slösuðu liggja ekki fyrir.